Hagnaður Isavia um 4,3 milljarðar á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 21:09 Frá aðalfundi Isavia fyrr í dag. isavia Hagnaður Isavia á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna sem er um 313 milljóna króna hækkun milli ára. Aðalfundur Isavia fór fram í dag þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 var samþykktur. Í tilkynningu segir að rekstur ársins hafi gengið vel og hafi rekstrarafkoma verið í samræmi við áætlanir. „Tekjur félagsins námu 41,8 milljörðum króna sem er 10% aukning á milli ára og er stærsti hluti tekna tilkominn vegna flugvallaþjónustu og vörusölu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 12% milli ára, eða úr 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um rúm 6% og innanlandsfarþegum fækkaði um 4,5%. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 11,3 milljörðum króna og jókst um tæp 15% á milli ára. Heildarafkoma nam 4,3 milljörðum króna og hækkaði um rúmar 300 milljónir króna frá fyrra ári, eða 8%. Arðsemi eiginfjár var 12,9%. Heildareignir samstæðunnar námu 79,8 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,3 milljarða króna milli ára. Þar af eru 57,2 milljarðar króna tilkomnir vegna varanlegra rekstrarfjármuna. Staða eigin fjár hækkaði um rúma 4,3 milljarða króna milli ára sem skilaði 44,2% eiginfjárhlutfalli sem er 1,5% hækkun frá síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var einnig samþykkt ný stjórn félagsins. Aðalstjórn Isavia ohf. skipa nú þau Orri Hauksson, sem kemur inn í stað fyrrverandi stjórnarformanns Ingimundar Sigurpálssonar, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Orri var kosinn stjórnarformaður Isavia á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundi. Matthías var kosinn varaformaður stjórnar. Isavia ohf. annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54 Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hagnaður Isavia á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna sem er um 313 milljóna króna hækkun milli ára. Aðalfundur Isavia fór fram í dag þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 var samþykktur. Í tilkynningu segir að rekstur ársins hafi gengið vel og hafi rekstrarafkoma verið í samræmi við áætlanir. „Tekjur félagsins námu 41,8 milljörðum króna sem er 10% aukning á milli ára og er stærsti hluti tekna tilkominn vegna flugvallaþjónustu og vörusölu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 12% milli ára, eða úr 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um rúm 6% og innanlandsfarþegum fækkaði um 4,5%. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 11,3 milljörðum króna og jókst um tæp 15% á milli ára. Heildarafkoma nam 4,3 milljörðum króna og hækkaði um rúmar 300 milljónir króna frá fyrra ári, eða 8%. Arðsemi eiginfjár var 12,9%. Heildareignir samstæðunnar námu 79,8 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,3 milljarða króna milli ára. Þar af eru 57,2 milljarðar króna tilkomnir vegna varanlegra rekstrarfjármuna. Staða eigin fjár hækkaði um rúma 4,3 milljarða króna milli ára sem skilaði 44,2% eiginfjárhlutfalli sem er 1,5% hækkun frá síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var einnig samþykkt ný stjórn félagsins. Aðalstjórn Isavia ohf. skipa nú þau Orri Hauksson, sem kemur inn í stað fyrrverandi stjórnarformanns Ingimundar Sigurpálssonar, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Orri var kosinn stjórnarformaður Isavia á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundi. Matthías var kosinn varaformaður stjórnar. Isavia ohf. annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54 Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54
Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20