Heyrði kallað „Mayday“ í annað sinn á þrjátíu ára ferli Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 21:45 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Skjáskot/Stöð 2 Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira