Tugir látnir eftir ferjuslys í Írak Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 15:02 Slysið varð nærri skemmtigarði í Mósúl. Mosul eye Talið er að hið minnsta 70 hafi farist þegar ferja sökk í Tígrisfljóti nærri íröksku borginni Mósúl í dag. Flestir farþeganna voru konur og ósynd börn að sögn breska ríkisútvarpsins. Björgunarsveitir eru enn að störfum við að ná til fólksins en ferjunni var siglt í átt að vinsælli ferðamannaeyju. Forsætisráðherra landsins, Adel Abdul Mahdi, hefur farið fram tildrög slyssins verði rannsökuð. Áætlað er að um 100 manns hafi verið um borð í ferjunni þegar slysið varð, langt umfram leyfilegan hámarksfjölda. Búið var að vara skipstjóra við miklu vatnsmagni í Tígrisfljóti eftir að vatnsflæðið um Mósúlstífluna var aukið. Talið er að skipstjóri ferjunnar hafi hins vegar hunsað þessar ábendingar. Fólki í nágrenninu hefur verið ráðlagt að aðstoða við björgunarstörfin eftir fremsta megni, til að mynda með því að safnast saman við árbakkann. Þá hafa ökumenn verið hvattir til að leggja bílum sínum í vegköntum til að auðvelda sjúkraflutningamönnum að flytja farþega ferjunnar af slysstað.Fréttin var uppfærð kl. 16. Írak Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Talið er að hið minnsta 70 hafi farist þegar ferja sökk í Tígrisfljóti nærri íröksku borginni Mósúl í dag. Flestir farþeganna voru konur og ósynd börn að sögn breska ríkisútvarpsins. Björgunarsveitir eru enn að störfum við að ná til fólksins en ferjunni var siglt í átt að vinsælli ferðamannaeyju. Forsætisráðherra landsins, Adel Abdul Mahdi, hefur farið fram tildrög slyssins verði rannsökuð. Áætlað er að um 100 manns hafi verið um borð í ferjunni þegar slysið varð, langt umfram leyfilegan hámarksfjölda. Búið var að vara skipstjóra við miklu vatnsmagni í Tígrisfljóti eftir að vatnsflæðið um Mósúlstífluna var aukið. Talið er að skipstjóri ferjunnar hafi hins vegar hunsað þessar ábendingar. Fólki í nágrenninu hefur verið ráðlagt að aðstoða við björgunarstörfin eftir fremsta megni, til að mynda með því að safnast saman við árbakkann. Þá hafa ökumenn verið hvattir til að leggja bílum sínum í vegköntum til að auðvelda sjúkraflutningamönnum að flytja farþega ferjunnar af slysstað.Fréttin var uppfærð kl. 16.
Írak Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira