Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. mars 2019 06:45 Kjararáð var lagt niður í fyrra, en launaákvarðanir ráðsins höfðu sætt harðri gagnrýni. Fréttablaðið/Ernir Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00
Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45