Orð sem éta mann Toshiki Toma skrifar 20. mars 2019 19:04 Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun