Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:30 Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15