Sameiginlegur fundur stjórnarflokka um þriðja orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:15 Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29