Sameiginlegur fundur stjórnarflokka um þriðja orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:15 Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29