Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:56 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl Vísir/vilhelm Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55