Áfengisfrumvarpið í brennidepli: "Við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:00 Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. fréttablaðið/ernir Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“ Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44
Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15