Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um WOW Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 11:30 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf