Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2019 10:43 Páll Magnússon telur umgengina við styttuna á Austurvelli til háborinnar skammar. En, segir að það geri sig ekki að rasista. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur illa að sér vegið að vera tengdur við rasisma og fordóma fyrir það eitt að gagnrýna umgengni við styttu Jóns Sigurðssonar. „Menn verða að fá að segja það sem þeim finnst. Að fá á sig einhverja rasista- og fordómaásakanir fyrir það eitt að vilja bera virðingu fyrir þessa styttu og það sem hún stendur fyrir, mér finnst það bara ganga út yfir allan þjófabálk,“ segir Páll í samtali við Vísi.Margir telja styttuna af Jóni grátt leikna. En, hún getur verið mjó línan milli þjóðernisástar og útlendingaandúðar.visir/vilhelmÞingmaðurinn telur umræðuna vera orðna alltof pólaríseraða og tiltekinn hóp veifa rasistaspjaldinu í tíma og ótíma. „Já, mér finnst fólk vera býsna fljótt til að nota orð eins og raistar, fordómar, kynþáttafordómar … það verður að vera hægt að ræða hluti og gagnrýna án þess að eiga yfir höfði sér stimplanir úr þessari átt.“Til háborinnar skammar Mótmæli hælisleitenda og samtakanna No Borders víða um borg, einkum á Austurvelli, hafa verið í deiglunni undanfarna daga. Í samantekt Aðalheiðar Ámundadóttur blaðamanns segir að neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda hrannast upp í hundraðatali við færslur alþingismanna og annarra áhrifamanna á samfélagsmiðlum sem beina gagnrýni ýmist að borgaryfirvöldum, forsætisnefnd Alþingis eða lögreglu. „Er það ekki síst meintur sóðaskapur og vanvirðing við styttuna af Jóni Sigurðssyni sem rennur mönnum til rifja. Meðal þeirra sem kvatt hafa sér hljóðs í umræðunni eru Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.“ Páll birti í vikunni mynd af styttunni á Austurvelli með svohljóðandi ummælum: „Þetta er til háborinnar skammar! Er þessi umgengni um styttuna af Jóni Sigurðssyni í boði Reykjavíkurborgar?“ Þegar þetta er skrifað hafa 190 ummæli verið skráð við þá færslu Páls og hefur henni verið deilt 38 sinnum. Fjölmargir taka í sama streng og Páll og telja þetta mikið virðingarleysi. En, nokkur ummælanna má túlka sem svo að þau lýsi útlendingaandúð: „Burtu með þetta lið.“Vill engan subbuskap á sinni síðu Páll segir að gera verði skýran greinarmun á gangrýni hans sem snýr að umgengni og svo meintum rasisma. „Ef menn lesa þessa Facebook-færslu þá er ég að gera athugasemd við umgengni við styttu Jóns Sigurðssonar. Ég er ekki að fetta fingur út í mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Þau hafa farið friðsamlega fram. Heldur hvernig gengið var um styttu Jóns Sigurðssonar, hvort þetta sé gert með samþykki borgarinnar? Það er borgarinnar, í samráði við lögreglu, að fylgja eftir lögreglusamþykktum. Ég get haft samúð með málsstað hælisleitenda en get jafnframt gagnrýnt umgengnina. Ég er enginn rasisti fyrir það.“Meðal þeirra sem hafa talað um sóðaskap á Austurvelli, og meira að segja sett í samhengi við sýklahættu, er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.visir/vilhelm/fbl/BrinkEn, ummælin sem hafa verið sett fram á þinni Facebooksíðu, hvað sýnist þér um þau?„Já, með þessi ummæli þá er þetta þannig að ég hef sjálfur ekki lesið kannski hver einustu ummæli sem spunnust á þennan þráð út af þeirri athugasemd sem ég gerði við umgengina við styttuna. Stundum þegar ég hef sagt skoðanir mínar á Facebook og það koma ummæli sem mér finnst óviðurkvæmileg, þá hendi ég þeim út. Ég vil engan subbuskap á minni síðu. En sjálfur hef ég ekki séð neinn þann dólgsskap nú að ég hafi séð ástæðu til að henda því út.“Gusað yfir fólk orðleppum Páll leggur á það ríka áherslu að gagnrýni hans snúi ekki að hælisleitendum sem slíkum.Mótmælin við Austurvöll hafa farið fyrir brjóstið á mörgum þjóðræknum manningum og nú er spurt hvort það lýsi útlendingaandúð eða eðlilegri gagnrýni sem snýr að umgengni og virðingu fyrir því sem íslenskt er?visir/vilhelm„Mín vegna gætu þetta alveg eins verið einhverjar hreinræktaðar íslenskar fyllibyttur. Það að gagnrýna umgengni við styttu sem okkur þykir vegna sögunnar vænt um, í því felast bara engir fordómar, takk fyrir. Það gætu allt eins verið Íslendingar sem hafa leikið styttuna svona.Ég frábið mér að það sé gusað yfir fólk orðaleppum af þessu tagi vegna hófstilltrar umræðu.“ Samkvæmt áðurnefndri samantekt Aðalheiðar er stefnt að því að fram fari fundur allsherjar- og menntamálanefndar í fyrramálið vegna meints harðræðis lögreglu við mótmælendur. Þetta er vegna kröfu þingmannanna Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, Guðmundar Andra Thorssonar og Jóns Steindórs Valdimarssonar. Páll segir að það sé ekki alveg frágengið, fundurinn er ekki kominn á dagskrá vegna þess að gestir sem boðaðir hafa verið á fundinn hafa ekki getað staðfest komu sína. En, það ætti að liggja fyrir seinna í dag. Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur illa að sér vegið að vera tengdur við rasisma og fordóma fyrir það eitt að gagnrýna umgengni við styttu Jóns Sigurðssonar. „Menn verða að fá að segja það sem þeim finnst. Að fá á sig einhverja rasista- og fordómaásakanir fyrir það eitt að vilja bera virðingu fyrir þessa styttu og það sem hún stendur fyrir, mér finnst það bara ganga út yfir allan þjófabálk,“ segir Páll í samtali við Vísi.Margir telja styttuna af Jóni grátt leikna. En, hún getur verið mjó línan milli þjóðernisástar og útlendingaandúðar.visir/vilhelmÞingmaðurinn telur umræðuna vera orðna alltof pólaríseraða og tiltekinn hóp veifa rasistaspjaldinu í tíma og ótíma. „Já, mér finnst fólk vera býsna fljótt til að nota orð eins og raistar, fordómar, kynþáttafordómar … það verður að vera hægt að ræða hluti og gagnrýna án þess að eiga yfir höfði sér stimplanir úr þessari átt.“Til háborinnar skammar Mótmæli hælisleitenda og samtakanna No Borders víða um borg, einkum á Austurvelli, hafa verið í deiglunni undanfarna daga. Í samantekt Aðalheiðar Ámundadóttur blaðamanns segir að neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda hrannast upp í hundraðatali við færslur alþingismanna og annarra áhrifamanna á samfélagsmiðlum sem beina gagnrýni ýmist að borgaryfirvöldum, forsætisnefnd Alþingis eða lögreglu. „Er það ekki síst meintur sóðaskapur og vanvirðing við styttuna af Jóni Sigurðssyni sem rennur mönnum til rifja. Meðal þeirra sem kvatt hafa sér hljóðs í umræðunni eru Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.“ Páll birti í vikunni mynd af styttunni á Austurvelli með svohljóðandi ummælum: „Þetta er til háborinnar skammar! Er þessi umgengni um styttuna af Jóni Sigurðssyni í boði Reykjavíkurborgar?“ Þegar þetta er skrifað hafa 190 ummæli verið skráð við þá færslu Páls og hefur henni verið deilt 38 sinnum. Fjölmargir taka í sama streng og Páll og telja þetta mikið virðingarleysi. En, nokkur ummælanna má túlka sem svo að þau lýsi útlendingaandúð: „Burtu með þetta lið.“Vill engan subbuskap á sinni síðu Páll segir að gera verði skýran greinarmun á gangrýni hans sem snýr að umgengni og svo meintum rasisma. „Ef menn lesa þessa Facebook-færslu þá er ég að gera athugasemd við umgengni við styttu Jóns Sigurðssonar. Ég er ekki að fetta fingur út í mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Þau hafa farið friðsamlega fram. Heldur hvernig gengið var um styttu Jóns Sigurðssonar, hvort þetta sé gert með samþykki borgarinnar? Það er borgarinnar, í samráði við lögreglu, að fylgja eftir lögreglusamþykktum. Ég get haft samúð með málsstað hælisleitenda en get jafnframt gagnrýnt umgengnina. Ég er enginn rasisti fyrir það.“Meðal þeirra sem hafa talað um sóðaskap á Austurvelli, og meira að segja sett í samhengi við sýklahættu, er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.visir/vilhelm/fbl/BrinkEn, ummælin sem hafa verið sett fram á þinni Facebooksíðu, hvað sýnist þér um þau?„Já, með þessi ummæli þá er þetta þannig að ég hef sjálfur ekki lesið kannski hver einustu ummæli sem spunnust á þennan þráð út af þeirri athugasemd sem ég gerði við umgengina við styttuna. Stundum þegar ég hef sagt skoðanir mínar á Facebook og það koma ummæli sem mér finnst óviðurkvæmileg, þá hendi ég þeim út. Ég vil engan subbuskap á minni síðu. En sjálfur hef ég ekki séð neinn þann dólgsskap nú að ég hafi séð ástæðu til að henda því út.“Gusað yfir fólk orðleppum Páll leggur á það ríka áherslu að gagnrýni hans snúi ekki að hælisleitendum sem slíkum.Mótmælin við Austurvöll hafa farið fyrir brjóstið á mörgum þjóðræknum manningum og nú er spurt hvort það lýsi útlendingaandúð eða eðlilegri gagnrýni sem snýr að umgengni og virðingu fyrir því sem íslenskt er?visir/vilhelm„Mín vegna gætu þetta alveg eins verið einhverjar hreinræktaðar íslenskar fyllibyttur. Það að gagnrýna umgengni við styttu sem okkur þykir vegna sögunnar vænt um, í því felast bara engir fordómar, takk fyrir. Það gætu allt eins verið Íslendingar sem hafa leikið styttuna svona.Ég frábið mér að það sé gusað yfir fólk orðaleppum af þessu tagi vegna hófstilltrar umræðu.“ Samkvæmt áðurnefndri samantekt Aðalheiðar er stefnt að því að fram fari fundur allsherjar- og menntamálanefndar í fyrramálið vegna meints harðræðis lögreglu við mótmælendur. Þetta er vegna kröfu þingmannanna Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, Guðmundar Andra Thorssonar og Jóns Steindórs Valdimarssonar. Páll segir að það sé ekki alveg frágengið, fundurinn er ekki kominn á dagskrá vegna þess að gestir sem boðaðir hafa verið á fundinn hafa ekki getað staðfest komu sína. En, það ætti að liggja fyrir seinna í dag.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15
Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55