Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. mars 2019 07:15 Þrír voru handteknir í mótmælum við Alþingishúsið í gær. Fréttablaðið/ERNIR Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sitja fyrir svörum hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í fyrramálið vegna aðgerða lögreglu gegn mótmælendum á Austurvelli. „Þórhildur Sunna Ævarsdóttir bað um þennan fund og fékk til þess stuðning frá mér og Jóni Steindóri Valdimarssyni, en ef þrír þingmenn biðja um svona fund þá er hann haldinn,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, varaformaður nefndarinnar. Hann segir að óskað hafi verið eftir fundinum í kjölfar harðræðis sem mótmælendur hafi verið beittir af hálfu lögreglu á Austurvelli um liðna helgi. Mikil umræða hefur sprottið á samfélagsmiðlum vegna mótmæla hælisleitenda og samtakanna No Borders á Austurvelli og hefur gagnrýni verið beint að lögreglu ýmist fyrir of mikla hörku eða of mikla linkind gagnvart mótmælendum. Neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda hrannast upp í hundraðatali við færslur alþingismanna og annarra áhrifamanna á samfélagsmiðlum sem beina gagnrýni ýmist að borgaryfirvöldum, forsætisnefnd Alþingis eða lögreglu. Er það ekki síst meintur sóðaskapur og vanvirðing við styttuna af Jóni Sigurðssyni sem rennur mönnum til rifja. Meðal þeirra sem kvatt hafa sér hljóðs í umræðunni eru Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er mjög ógeðfellt þetta sóðaskapstal því það er líka svo ósanngjarnt af því þau hafa bara gengið mjög vel um, ég hef tekið sérstaklega eftir því enda geng ég daglega þarna um og þetta er bara ósatt,“ segir Guðmundur Andri og bætir við: „Þetta er með prúðmannlegustu mótmælum sem ég man eftir. Aðspurður segir Guðmundur að hann hafi ekki vitað af umræðum á Facebook-síðu Páls Magnússonar um mótmælin á Austurvelli, en Páll er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „Páll mun væntanlega stýra þessum fundi eins og öðrum fundum nefndarinnar,“ segir Guðmundur um fyrirhugaðan fund nefndarinnar með lögreglunni. „Hins vegar munum við væntanlega leiða fundinn, spyrja spurninga og reifa málið. Svo standa þau fyrir máli sínu,“ segir Guðmundur og vísar til þeirra þingmanna sem óskuðu eftir fundi með lögreglunni. Hann segir að búast megi við að málið verði rætt vítt og breitt á fundinum enda sjái ekki fyrir endann á atburðarásinni. Þrír voru handteknir vegna mótmæla við þinghúsið í gær og þá þurfi einnig að ræða orðræðuna á samfélagsmiðlum.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriUm áhrif stjórnmálafólks á innflytjendaumræðu Fréttablaðið spurði Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um þróun innflytjendaumræðu á Vesturlöndum á undanförnum áratugum og áhrif stjórnmálafólks á umræðuna. „Framan af héldu allflestir stjórnmálamenn, þvert yfir ásinn frá hægri til vinstri, fram þeim sjónarmiðum að mikilvægt væri að vestræn lýðræðisríki væru opin, byðu fólk velkomið og mikilvægt væri að virða mannréttindi. Alla tíð hefur samt lifað á jaðrinum mun fjandsamlegri umræða í garð innflytjenda. Það hefur síðan smám saman verið að gerast að sú fjandsamlega umræða sem haldið var úti á jaðrinum hefur verið að færast inn í meginstraum stjórnmálanna. Stjórnmálaöfl sem hafa haldið úti miklu harðari afstöðu í garð aðkomufólks heldur en áður var talið ásættanlegt, hafa fengið miklu meiri stuðning. Nú er svo komið að það eru fjölmargir sem tala í andstöðu við innflytjendur frá sjálfri valdamiðjunni. Þetta eru ekki lengur útskúfaðar raddir frá jaðri stjórnmálanna og það hefur allt annars konar áhrif á það hvernig umræðunni er tekið. Þegar valdafólk og þeir sem litið er upp til í samfélaginu halda úti slíkri umræðu, er miklu lægri þröskuldur fyrir fólk til að fylgja slíkum sjónarmiðum heldur en áður var. Það er hins vegar ekkert séríslenskt við þessa umræðu og ef eitthvað er þá er hún mun seinni á ferðinni hér á landi heldur en víða annars staðar.“Dæmi um athugasemdir við færslur áhrifafólksÞetta eru múslímskir hermenn : skríll sem á og hefur engan rétt til að mótmæla einu eða neinu. Þeir koma hingað til að fá betra líf en eiga engan rétt á því hér og ætti að losa okkur strax við þennan hættulega skríl !Auðvitað á að vìsa þessu liði ùr landi. Þessi linkind i byrjun þessarar þròunar er stòrhættuleg. Þeir komast upp með þetta og það býður upp á meira. Hvenær byrja þeir að kveikja ì, ì mòtmælaskyni og eyðileggja. ???? Þetta land er STJÒRNLAUST!Innrásarherinn var að deyja úr kulda. Og því fóru þeir upp á ásbrú að hita upp á sér rassgötinn. Sjáist þeir meir á Austur velli, verð ég fyrsti maður til aðgerða.Burt með þetta fólk.....senda það með næstu flugvél.....þangað sem það kom.....svei og skömm hvernig er farið með Austurvöll , vanþakklæti og skömm....virðir ekki það sem við höfum byggt upp.....svei þeimBurt með allt þetta fólk, vel meint.Vísa þessu fólki ur landiÞetta er hrein árás á þjóðernistilfinningar Íslendinga og á landið.Þetta eru örfáir hælisleitendur sem koma þarf úr landi hið fyrsta.Burtu með þetta pakk og það í gær.Burtu með þennan skrílElsku folk, Ekki vera fasistar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sitja fyrir svörum hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í fyrramálið vegna aðgerða lögreglu gegn mótmælendum á Austurvelli. „Þórhildur Sunna Ævarsdóttir bað um þennan fund og fékk til þess stuðning frá mér og Jóni Steindóri Valdimarssyni, en ef þrír þingmenn biðja um svona fund þá er hann haldinn,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, varaformaður nefndarinnar. Hann segir að óskað hafi verið eftir fundinum í kjölfar harðræðis sem mótmælendur hafi verið beittir af hálfu lögreglu á Austurvelli um liðna helgi. Mikil umræða hefur sprottið á samfélagsmiðlum vegna mótmæla hælisleitenda og samtakanna No Borders á Austurvelli og hefur gagnrýni verið beint að lögreglu ýmist fyrir of mikla hörku eða of mikla linkind gagnvart mótmælendum. Neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda hrannast upp í hundraðatali við færslur alþingismanna og annarra áhrifamanna á samfélagsmiðlum sem beina gagnrýni ýmist að borgaryfirvöldum, forsætisnefnd Alþingis eða lögreglu. Er það ekki síst meintur sóðaskapur og vanvirðing við styttuna af Jóni Sigurðssyni sem rennur mönnum til rifja. Meðal þeirra sem kvatt hafa sér hljóðs í umræðunni eru Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er mjög ógeðfellt þetta sóðaskapstal því það er líka svo ósanngjarnt af því þau hafa bara gengið mjög vel um, ég hef tekið sérstaklega eftir því enda geng ég daglega þarna um og þetta er bara ósatt,“ segir Guðmundur Andri og bætir við: „Þetta er með prúðmannlegustu mótmælum sem ég man eftir. Aðspurður segir Guðmundur að hann hafi ekki vitað af umræðum á Facebook-síðu Páls Magnússonar um mótmælin á Austurvelli, en Páll er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „Páll mun væntanlega stýra þessum fundi eins og öðrum fundum nefndarinnar,“ segir Guðmundur um fyrirhugaðan fund nefndarinnar með lögreglunni. „Hins vegar munum við væntanlega leiða fundinn, spyrja spurninga og reifa málið. Svo standa þau fyrir máli sínu,“ segir Guðmundur og vísar til þeirra þingmanna sem óskuðu eftir fundi með lögreglunni. Hann segir að búast megi við að málið verði rætt vítt og breitt á fundinum enda sjái ekki fyrir endann á atburðarásinni. Þrír voru handteknir vegna mótmæla við þinghúsið í gær og þá þurfi einnig að ræða orðræðuna á samfélagsmiðlum.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriUm áhrif stjórnmálafólks á innflytjendaumræðu Fréttablaðið spurði Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um þróun innflytjendaumræðu á Vesturlöndum á undanförnum áratugum og áhrif stjórnmálafólks á umræðuna. „Framan af héldu allflestir stjórnmálamenn, þvert yfir ásinn frá hægri til vinstri, fram þeim sjónarmiðum að mikilvægt væri að vestræn lýðræðisríki væru opin, byðu fólk velkomið og mikilvægt væri að virða mannréttindi. Alla tíð hefur samt lifað á jaðrinum mun fjandsamlegri umræða í garð innflytjenda. Það hefur síðan smám saman verið að gerast að sú fjandsamlega umræða sem haldið var úti á jaðrinum hefur verið að færast inn í meginstraum stjórnmálanna. Stjórnmálaöfl sem hafa haldið úti miklu harðari afstöðu í garð aðkomufólks heldur en áður var talið ásættanlegt, hafa fengið miklu meiri stuðning. Nú er svo komið að það eru fjölmargir sem tala í andstöðu við innflytjendur frá sjálfri valdamiðjunni. Þetta eru ekki lengur útskúfaðar raddir frá jaðri stjórnmálanna og það hefur allt annars konar áhrif á það hvernig umræðunni er tekið. Þegar valdafólk og þeir sem litið er upp til í samfélaginu halda úti slíkri umræðu, er miklu lægri þröskuldur fyrir fólk til að fylgja slíkum sjónarmiðum heldur en áður var. Það er hins vegar ekkert séríslenskt við þessa umræðu og ef eitthvað er þá er hún mun seinni á ferðinni hér á landi heldur en víða annars staðar.“Dæmi um athugasemdir við færslur áhrifafólksÞetta eru múslímskir hermenn : skríll sem á og hefur engan rétt til að mótmæla einu eða neinu. Þeir koma hingað til að fá betra líf en eiga engan rétt á því hér og ætti að losa okkur strax við þennan hættulega skríl !Auðvitað á að vìsa þessu liði ùr landi. Þessi linkind i byrjun þessarar þròunar er stòrhættuleg. Þeir komast upp með þetta og það býður upp á meira. Hvenær byrja þeir að kveikja ì, ì mòtmælaskyni og eyðileggja. ???? Þetta land er STJÒRNLAUST!Innrásarherinn var að deyja úr kulda. Og því fóru þeir upp á ásbrú að hita upp á sér rassgötinn. Sjáist þeir meir á Austur velli, verð ég fyrsti maður til aðgerða.Burt með þetta fólk.....senda það með næstu flugvél.....þangað sem það kom.....svei og skömm hvernig er farið með Austurvöll , vanþakklæti og skömm....virðir ekki það sem við höfum byggt upp.....svei þeimBurt með allt þetta fólk, vel meint.Vísa þessu fólki ur landiÞetta er hrein árás á þjóðernistilfinningar Íslendinga og á landið.Þetta eru örfáir hælisleitendur sem koma þarf úr landi hið fyrsta.Burtu með þetta pakk og það í gær.Burtu með þennan skrílElsku folk, Ekki vera fasistar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Hælisleitendurnir sem héldu til á Austurvelli tóku niður tjaldið í gærkvöldi. Fulltrúi samtakanna No Borders segir það gert af öryggisástæðum. Þeir vilja ekki snúa aftur á Ásbrú. 19. mars 2019 07:45
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22