Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar Ögmundur Jónsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar