18 ára skósmiður sem elskar athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum. Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira