Segir tímabært að þjóðin fái eitthvað að segja um aðild að NATO Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 13:18 Andrés Ingi og fleiri þingmenn Vinstri grænna standa að málinu. Fréttablaðið/eyþór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira