Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. mars 2019 07:30 Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar