Þurfa fleiri ferðamenn og færri skiptifarþega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. mars 2019 07:15 Nú þegar WOW air nýtur ekki lengur við er leitað leiða til að fylla skarðið með öðrum leiðum. Fréttablaðið/Ernir Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira