Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 23:05 Börn að leik í Williamsburg í Brooklyn. AP/Mark Lennihan Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira