Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2019 20:00 Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu Bílar Slökkvilið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu
Bílar Slökkvilið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira