Ákallið um að „fá meira út úr starfsfólki“ komi ekki flatt upp á neinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00