Rauður penni Kári Stefánsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þann frið á vinnumarkaði sem hefur brostið á meðal annars fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Hver veit nema ég fylgi fordæmi þínu og drullist til þess að gúgla hamingjuna í þeirri von að þá fari hlutir að ganga vel hjá mér líka. En það er annað mál. Ég varð fyrir því að hlusta á fréttir í útvarpi fyrir skömmu og heyrði þá heilbrigðisráðherrann þinn hana Svandísi lýsa því hvernig hún ætlaði að sjá til þess að innan árs væri komið á kerfi sem gerði það að verkum að fangar í íslenskum fangelsum ættu greiðan aðgang að geðlæknishjálp ef þeir þyrftu á henni að halda. Þetta yljaði mér um hjartarætur vegna þess það er svo margt sem gerir það að verkum að fangar eiga geðheilsu sína undir högg að sækja. Svandís á lof skilið fyrir þetta framtak. Það er hins vegar athyglisvert að ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fangar að öðru óbreyttu eini samfélagshópurinn á Íslandi sem ætti greiðan aðgang að geðlæknisþjónustu. Það tekur um það bil hálft ár að komast að hjá geðlækni á stofu og ég veit um sjúklinga sem hafa lent í geðrofi og verið lagðir inn á geðdeild Landspítalans sem hafa verið útskrifaðir eftir nokkra daga með loforð um að komast að á göngudeild eftir margar vikur. Þetta er ekki bara vanræksla og vond læknisfræði heldur glæfraleg hegðun sem setur sjúklinginn í töluverða hættu, jafnvel lífshættu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það væri skynsamlegt af þeim sem þurfa virkilega á geðlæknishjálp að halda að játa á sig vondan glæp þannig að þeim yrði stungið strax inn í gæsluvarðhald. Nokkru eftir að ég hlustaði á Svandísi í útvarpi horfði ég á sjónvarpsþátt á RUV sem fjallaði um það hvernig geðdeild Landspítalans hafi fallið á átta af þeim tólf öryggisprófum sem voru lögð fyrir hana. Öryggis sjúklinga á geðdeild Landspítalans þótti alls ekki gætt sem skyldi. Það má því leiða að því rök að fangelsisvist myndi ekki bara tryggja þeim sem á geðlæknisþjónustu þyrftu að halda góðan aðgang að henni og miklu betri en löghlýðnum borgurum heldur meira öryggi meðan þeir nytu hennar. Og nú víkur sögunni að einum flokki geðsjúkdóma, fíknisjúkdómum: Undanfarna áratugi hefur bráðameðferð fíknisjúkdóma á Íslandi að langmestu leyti verið á vegum sjúkrahússins Vogs sem er rekið af SÁÁ. Landspítalinn hefur hætt henni utan að sinna þeim sem eru tvígreindir, með annan geðsjúkdóm í viðbót við fíknina. Það hefur hins vegar myndast gott samstarf milli Vogs og Landspítalans og stórum hundraðshluta innlagna á Vog er vísað þangað af Landspítalanum. Læknar Landspítalans hafa því í verki treyst Vogi fyrir vandanum. SÁÁ eru áhugamannasamtök og hafa beislað bæði hugsjónir og fagmennsku til þess að sinna þeim sem eiga undir högg að sækja vegna fíknisjúkdóma. Það er ekki til betri sósíalismi en þegar fólkið í landinu rís upp og sinnir þörfum annarra til þess eins að sinna þörfum annarra. Okkur ber að sýna SÁÁ þakklæti og virðingu fyrir fórnfýsi og gott starf og væri vel við hæfi að því fylgdi líka nokkur væntumþykja. Þau sáu um fíklana okkar þegar enginn annar sinnti þeim Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góður heilbrigðismálaráðherra. Hún hefur til dæmis tekið af skarið og byrjað að setja saman heildarstefnu í heilbrigðismálum sem hefur sárlega vantað í nokkra áratugi. Hún hefur hins vegar skrítna afstöðu til SÁÁ sem getur á engan máta talist falleg eða skynsamleg út frá hagsmunum íslensks samfélags. Sem dæmi um það má nefna að þegar vinkona hennar Kristín Pálsdóttir réðst að SÁÁ með heimskulegum og ruddalegum aðdróttunum á fésbók tók Svandís undir þær (lækaði). Það er með öllu fordæmalaus vitleysa að heilbrigðismálaráðherra skuli veitast opinberlega að áhugamannasamtökum sem hafa þjónað samfélagi sínu á þann máta sem SÁÁ hefur gert. Það fór heldur ekki framhjá neinum að þegar haldnir voru tónleikar í Háskólabíói á síðasta hausti til styrktar SÁÁ mættu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og fluttu ávarp en heilbrigðismálaráðherra sá sér það ekki fært.ffdfasdfdsafdsfSÁÁ sendi frá sér tilkynningu í apríl í fyrra um að þau yrðu að hætta að sinna bráðameðferð ungra fíkla á Vogi vegna þess að það væri ekki aðstaða til þess að skilja á milli þeirra og fullorðinna fíkla. Svandís brást við með því að taka þá ákvörðun að flytja meðferðina upp á Landspítala. Hún gerði það án þess að ráðfæra sig við SÁÁ um umfang málsins eða Landspítalann um getu hans til þess að höndla það. Hún gerði það án þess að kanna kostnað við húsnæði og annað sem fulltrúar Landspítalans segja mér að væri miklu meiri uppi á Landspítala en á Vogi. Hún gerði það án þess að kanna hvort hægt væri að ná í fagfólk til þess að sinna verkefninu á Landspítalanum með reynslu og getu sem jafnast á við það sem er til staðar á Vogi. Hún tók sem sagt þessa ákvörðun ein og út af fyrir sig og að öllum líkindum með eitthvað allt annað í huga en hagsmuni unglinga með fíknivanda og samfélagsins almennt. Þegar Svandís sagði frá þeirri ákvörðun sinni að flytja bráðameðferð ungra fíkla upp á Landspítala fagnaði áðurnefnd vinkona hennar Kristín Pálsdóttir á fésbók og sagði að það væri gott að vita til þess að nú yrði tekið á vandanum af þeim sem væru meira fagfólk en það sem finnst á Vogi. Það er mín kenning að Svandís deili þeirri skoðun. Það er alveg ljóst af úttektinni sem var sagt frá í sjónvarpsþættinum sem ég minntist á hér að ofan og sögum sem hafa birst í fjölmiðlum upp á síðkastið að geðdeild Landspítalans á við ýmsan vanda að stríða sem bendir til þess að það sé erfitt að halda því fram að hún sé til fyrirmyndar og á nokkurn máta fremri Vogi í fagmennsku. Það er líka vert að geta þess að núna þegar búið er að fela Landspítalanum að taka við verkefninu eru starfsmenn hans að leita ráða hjá starfsmönnum Vogs um það hvernig væri best að standa að því. Það er líka dapurlegt að frétta af því að það sem er verið að útbúa uppi á Landspítala sé einungis afeitrunarrými sem bendir til þess að metnaðurinn þeirra sem að flutningnum upp á Landspítala standa sé einungis að taka verkefnið af Vogi. Bráðameðferð fíknisjúklinga samanstendur af öðru en afeitrun og er mikilvægt að byrja að hlúa að einstaklingnum á ýmsan máta meðan hann er að afeitrast og strax að afeitrun lokinni í stað þess að senda hann fljótlega heim til sín eða inn á stofnun þar sem eru sjúklingar lengra komnir í sínum bata. Katrín, það er fráleitt að nýta sér ekki þá þekkingu, reynslu og aðstöðu sem er til staðar í SÁÁ til þess að hlúa að ungum fíklum. Það eina sem vantaði á var fé til þess að breyta húsnæði á Vogi lítillega sem er miklu ódýrara en að útbúa afeitrunarrýmið uppi á Landspítala. Það er ekkert leyndarmál að það mætti ýmislegt betur fara á Vogi, til dæmis væri að því mikil bót ef það væri skilið milli kvenna og karla í meðferðinni. Það er hins vegar líka vandamál á geðdeild Landspítalans. Þetta og ýmislegt annað mætti auðveldlega bæta. Staðreyndin er sú að Vogur er mjög góð stofnun og í henni beislast brennandi áhugi góðs fólks sem við viljum ekki hrekja frá verkefninu. Það sem meira er, fíklarnir ungu sem þjást af þeim sjúkdómi sem deyðir fleiri á þeirra aldri en nokkuð annað eiga það skilið að fá að njóta þeirrar reynslu og þekkingar sem hefur byggst upp á Vogi. Afstaða Svandísar til SÁÁ er fráleit og hættuleg því unga fólki sem við viljum hjálpa í glímunni við óvægna djöfla. Hún virðist sækja þar leiðsögn til fólks sem hefur ekki aðra reynslu af málaflokknum en þá að hafa sjálft farið í meðferð á Vogi og líkað það illa. Það er engin launung að það reynist mörgum manninum erfitt fara í gegnum meðferð og leiðin um hana er gjarnan vörðuð sársaukafullri lífsreynslu. Ég lít svo á að afstaðan til SÁÁ sé villa í annars góðum texta hjá heilbrigðismálaráðherranum þínum. Þér ber skylda til þess að draga upp rauða pennann og leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Katrín, ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þann frið á vinnumarkaði sem hefur brostið á meðal annars fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Hver veit nema ég fylgi fordæmi þínu og drullist til þess að gúgla hamingjuna í þeirri von að þá fari hlutir að ganga vel hjá mér líka. En það er annað mál. Ég varð fyrir því að hlusta á fréttir í útvarpi fyrir skömmu og heyrði þá heilbrigðisráðherrann þinn hana Svandísi lýsa því hvernig hún ætlaði að sjá til þess að innan árs væri komið á kerfi sem gerði það að verkum að fangar í íslenskum fangelsum ættu greiðan aðgang að geðlæknishjálp ef þeir þyrftu á henni að halda. Þetta yljaði mér um hjartarætur vegna þess það er svo margt sem gerir það að verkum að fangar eiga geðheilsu sína undir högg að sækja. Svandís á lof skilið fyrir þetta framtak. Það er hins vegar athyglisvert að ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fangar að öðru óbreyttu eini samfélagshópurinn á Íslandi sem ætti greiðan aðgang að geðlæknisþjónustu. Það tekur um það bil hálft ár að komast að hjá geðlækni á stofu og ég veit um sjúklinga sem hafa lent í geðrofi og verið lagðir inn á geðdeild Landspítalans sem hafa verið útskrifaðir eftir nokkra daga með loforð um að komast að á göngudeild eftir margar vikur. Þetta er ekki bara vanræksla og vond læknisfræði heldur glæfraleg hegðun sem setur sjúklinginn í töluverða hættu, jafnvel lífshættu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það væri skynsamlegt af þeim sem þurfa virkilega á geðlæknishjálp að halda að játa á sig vondan glæp þannig að þeim yrði stungið strax inn í gæsluvarðhald. Nokkru eftir að ég hlustaði á Svandísi í útvarpi horfði ég á sjónvarpsþátt á RUV sem fjallaði um það hvernig geðdeild Landspítalans hafi fallið á átta af þeim tólf öryggisprófum sem voru lögð fyrir hana. Öryggis sjúklinga á geðdeild Landspítalans þótti alls ekki gætt sem skyldi. Það má því leiða að því rök að fangelsisvist myndi ekki bara tryggja þeim sem á geðlæknisþjónustu þyrftu að halda góðan aðgang að henni og miklu betri en löghlýðnum borgurum heldur meira öryggi meðan þeir nytu hennar. Og nú víkur sögunni að einum flokki geðsjúkdóma, fíknisjúkdómum: Undanfarna áratugi hefur bráðameðferð fíknisjúkdóma á Íslandi að langmestu leyti verið á vegum sjúkrahússins Vogs sem er rekið af SÁÁ. Landspítalinn hefur hætt henni utan að sinna þeim sem eru tvígreindir, með annan geðsjúkdóm í viðbót við fíknina. Það hefur hins vegar myndast gott samstarf milli Vogs og Landspítalans og stórum hundraðshluta innlagna á Vog er vísað þangað af Landspítalanum. Læknar Landspítalans hafa því í verki treyst Vogi fyrir vandanum. SÁÁ eru áhugamannasamtök og hafa beislað bæði hugsjónir og fagmennsku til þess að sinna þeim sem eiga undir högg að sækja vegna fíknisjúkdóma. Það er ekki til betri sósíalismi en þegar fólkið í landinu rís upp og sinnir þörfum annarra til þess eins að sinna þörfum annarra. Okkur ber að sýna SÁÁ þakklæti og virðingu fyrir fórnfýsi og gott starf og væri vel við hæfi að því fylgdi líka nokkur væntumþykja. Þau sáu um fíklana okkar þegar enginn annar sinnti þeim Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góður heilbrigðismálaráðherra. Hún hefur til dæmis tekið af skarið og byrjað að setja saman heildarstefnu í heilbrigðismálum sem hefur sárlega vantað í nokkra áratugi. Hún hefur hins vegar skrítna afstöðu til SÁÁ sem getur á engan máta talist falleg eða skynsamleg út frá hagsmunum íslensks samfélags. Sem dæmi um það má nefna að þegar vinkona hennar Kristín Pálsdóttir réðst að SÁÁ með heimskulegum og ruddalegum aðdróttunum á fésbók tók Svandís undir þær (lækaði). Það er með öllu fordæmalaus vitleysa að heilbrigðismálaráðherra skuli veitast opinberlega að áhugamannasamtökum sem hafa þjónað samfélagi sínu á þann máta sem SÁÁ hefur gert. Það fór heldur ekki framhjá neinum að þegar haldnir voru tónleikar í Háskólabíói á síðasta hausti til styrktar SÁÁ mættu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og fluttu ávarp en heilbrigðismálaráðherra sá sér það ekki fært.ffdfasdfdsafdsfSÁÁ sendi frá sér tilkynningu í apríl í fyrra um að þau yrðu að hætta að sinna bráðameðferð ungra fíkla á Vogi vegna þess að það væri ekki aðstaða til þess að skilja á milli þeirra og fullorðinna fíkla. Svandís brást við með því að taka þá ákvörðun að flytja meðferðina upp á Landspítala. Hún gerði það án þess að ráðfæra sig við SÁÁ um umfang málsins eða Landspítalann um getu hans til þess að höndla það. Hún gerði það án þess að kanna kostnað við húsnæði og annað sem fulltrúar Landspítalans segja mér að væri miklu meiri uppi á Landspítala en á Vogi. Hún gerði það án þess að kanna hvort hægt væri að ná í fagfólk til þess að sinna verkefninu á Landspítalanum með reynslu og getu sem jafnast á við það sem er til staðar á Vogi. Hún tók sem sagt þessa ákvörðun ein og út af fyrir sig og að öllum líkindum með eitthvað allt annað í huga en hagsmuni unglinga með fíknivanda og samfélagsins almennt. Þegar Svandís sagði frá þeirri ákvörðun sinni að flytja bráðameðferð ungra fíkla upp á Landspítala fagnaði áðurnefnd vinkona hennar Kristín Pálsdóttir á fésbók og sagði að það væri gott að vita til þess að nú yrði tekið á vandanum af þeim sem væru meira fagfólk en það sem finnst á Vogi. Það er mín kenning að Svandís deili þeirri skoðun. Það er alveg ljóst af úttektinni sem var sagt frá í sjónvarpsþættinum sem ég minntist á hér að ofan og sögum sem hafa birst í fjölmiðlum upp á síðkastið að geðdeild Landspítalans á við ýmsan vanda að stríða sem bendir til þess að það sé erfitt að halda því fram að hún sé til fyrirmyndar og á nokkurn máta fremri Vogi í fagmennsku. Það er líka vert að geta þess að núna þegar búið er að fela Landspítalanum að taka við verkefninu eru starfsmenn hans að leita ráða hjá starfsmönnum Vogs um það hvernig væri best að standa að því. Það er líka dapurlegt að frétta af því að það sem er verið að útbúa uppi á Landspítala sé einungis afeitrunarrými sem bendir til þess að metnaðurinn þeirra sem að flutningnum upp á Landspítala standa sé einungis að taka verkefnið af Vogi. Bráðameðferð fíknisjúklinga samanstendur af öðru en afeitrun og er mikilvægt að byrja að hlúa að einstaklingnum á ýmsan máta meðan hann er að afeitrast og strax að afeitrun lokinni í stað þess að senda hann fljótlega heim til sín eða inn á stofnun þar sem eru sjúklingar lengra komnir í sínum bata. Katrín, það er fráleitt að nýta sér ekki þá þekkingu, reynslu og aðstöðu sem er til staðar í SÁÁ til þess að hlúa að ungum fíklum. Það eina sem vantaði á var fé til þess að breyta húsnæði á Vogi lítillega sem er miklu ódýrara en að útbúa afeitrunarrýmið uppi á Landspítala. Það er ekkert leyndarmál að það mætti ýmislegt betur fara á Vogi, til dæmis væri að því mikil bót ef það væri skilið milli kvenna og karla í meðferðinni. Það er hins vegar líka vandamál á geðdeild Landspítalans. Þetta og ýmislegt annað mætti auðveldlega bæta. Staðreyndin er sú að Vogur er mjög góð stofnun og í henni beislast brennandi áhugi góðs fólks sem við viljum ekki hrekja frá verkefninu. Það sem meira er, fíklarnir ungu sem þjást af þeim sjúkdómi sem deyðir fleiri á þeirra aldri en nokkuð annað eiga það skilið að fá að njóta þeirrar reynslu og þekkingar sem hefur byggst upp á Vogi. Afstaða Svandísar til SÁÁ er fráleit og hættuleg því unga fólki sem við viljum hjálpa í glímunni við óvægna djöfla. Hún virðist sækja þar leiðsögn til fólks sem hefur ekki aðra reynslu af málaflokknum en þá að hafa sjálft farið í meðferð á Vogi og líkað það illa. Það er engin launung að það reynist mörgum manninum erfitt fara í gegnum meðferð og leiðin um hana er gjarnan vörðuð sársaukafullri lífsreynslu. Ég lít svo á að afstaðan til SÁÁ sé villa í annars góðum texta hjá heilbrigðismálaráðherranum þínum. Þér ber skylda til þess að draga upp rauða pennann og leiðrétta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun