Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2019 09:00 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur