Þjóðleikhússtjóri Svíþjóðar hættir í kjölfar hneykslismáls Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2019 10:50 Josefin Nilsson lést árið 2016, 46 ára að aldri. YouTube Norðmaðurinn Eirik Stubø, leikhússtjóri Dramaten í Stokkhólmi, þjóðleikhúss Svíþjóðar, hefur látið af störfum. Frá þessu var greint í morgun, en fréttirnar koma í kjölfar hneykslismáls sem hefur skekið sænskt menningarlíf síðustu vikurnar. Mikið hefur verið fjallað um ástandið í leikhúsinu í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar Josefin Nilsson – Älska mig för den jag är, sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í síðasta mánuði. Var þar fjallað um líf söngkonunnar Nilsson, sem var meðal annars liðsmaður í sveitinni Ainbusk Singers. Í myndinni er sagt frá því að fyrrverandi kærasti hennar, hafi fengið að starfa áfram við leikhúsið þrátt fyrir að hafa hlotið dóm fyrir ofbeldi og hótanir í garð Nilsson á tíunda áratugnum. Nilsson lést árið 2016, 46 ára að aldri.Eirik Stubø.DramatenStjórnendur leikhússins hafa sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og ákvað stjórn leikhússins í morgun að Stubø myndi láta af störfum. Sagði stjórnarformaðurinn Ulrika Årehed Kågström að Stubø, sem hefur gegnt stöðunni frá 2015, hafi náð góðum árangri sem leikhússtjóri en þörf væri á nýju upphafi innan leikhússins. Best færi á að það gerist með nýjum manni í brúnni. Í heimildarmyndinni er maðurinn, sem er leikari, harðlega gagnrýndur. Er þar haft eftir systur Nilsson að hann hafi ítrekað beitt söngkonuna ofbeldi og hótað henni lífláti á þeim tíma sem þau áttu í ástarsambandi. Maðurinn hlaut á sínum tíma dóm fyrir ofbeldi í garð Nilsson en fékk hann áfram að starfa við leikhúsið allt þar til heimildarmyndin var sýnd. Svíþjóð Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Norðmaðurinn Eirik Stubø, leikhússtjóri Dramaten í Stokkhólmi, þjóðleikhúss Svíþjóðar, hefur látið af störfum. Frá þessu var greint í morgun, en fréttirnar koma í kjölfar hneykslismáls sem hefur skekið sænskt menningarlíf síðustu vikurnar. Mikið hefur verið fjallað um ástandið í leikhúsinu í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar Josefin Nilsson – Älska mig för den jag är, sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í síðasta mánuði. Var þar fjallað um líf söngkonunnar Nilsson, sem var meðal annars liðsmaður í sveitinni Ainbusk Singers. Í myndinni er sagt frá því að fyrrverandi kærasti hennar, hafi fengið að starfa áfram við leikhúsið þrátt fyrir að hafa hlotið dóm fyrir ofbeldi og hótanir í garð Nilsson á tíunda áratugnum. Nilsson lést árið 2016, 46 ára að aldri.Eirik Stubø.DramatenStjórnendur leikhússins hafa sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og ákvað stjórn leikhússins í morgun að Stubø myndi láta af störfum. Sagði stjórnarformaðurinn Ulrika Årehed Kågström að Stubø, sem hefur gegnt stöðunni frá 2015, hafi náð góðum árangri sem leikhússtjóri en þörf væri á nýju upphafi innan leikhússins. Best færi á að það gerist með nýjum manni í brúnni. Í heimildarmyndinni er maðurinn, sem er leikari, harðlega gagnrýndur. Er þar haft eftir systur Nilsson að hann hafi ítrekað beitt söngkonuna ofbeldi og hótað henni lífláti á þeim tíma sem þau áttu í ástarsambandi. Maðurinn hlaut á sínum tíma dóm fyrir ofbeldi í garð Nilsson en fékk hann áfram að starfa við leikhúsið allt þar til heimildarmyndin var sýnd.
Svíþjóð Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira