Landsréttur in memoriam? Haukur Logi Karlsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun