Landsréttur in memoriam? Haukur Logi Karlsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun