Tíminn að renna út fyrir May sem ræðir á ný við Verkamannaflokkinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 08:20 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sést hér fara til kirkju í gær. Það er spurning hvort hún hafi ekki beðið æðri máttarvöld um aðstoð við að leysa úr Brexit-hnútnum. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37
Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42