Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2019 06:15 Skúli Mogensen. vísir/vilhelm Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20
Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun