Ríkið sýni gott fordæmi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar