Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19