Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 10:42 Theresa May hefur verið í erfiðri stöðu megnið af embættistíð sinni. Getty/NurPhoto Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira