Vörpuðu sprengju á smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 11:51 Tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Vísir/JAXA Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf. Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf.
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira