Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2019 17:15 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjá meira