Engin trygging fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. apríl 2019 20:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson, framvæmdastjóri Eflingar að lokinni undirritun kjarasamninga í gær. Vísir/Vilhelm Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi. Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi.
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48