Samningarnir ná til tæplega hundrað þúsund launþega aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins annars vegar og Landssambands verslunarmanna hins vegar og gilda til ársins 2022. Innlegg ríkisstjórnarinnar í svokallaðan Lífskjarasamning er meðal annars grundvallaður á krónutöluhækkunum.

Árið 2021 hækka taxtar um tuttugu og fjögur þúsund krónur en almenn hækkun verður tæplega sextán þúsund krónur. Í loks samningstímans munu laun á töxtum hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur en almenn hækkun verður rúmlega sautján þúsund krónur. Lágmarkstekjutrygging verður strax miðuð við þrjú hundruð og sautján þúsund krónur.

Þessar sviðsmyndir sýna hvernig hagvöxturinn í landsframleiðslunni getur haft áhrif á hækkun launa.
Lágmarkstekjutrygging mun einnig taka breytingum á samningstímanum. Á næsta ári verður hún 335 þúsund krónur, 351 þúsund krónur árið 2021 og tæpar 370 þúsund krónur árið 2022. Þá kemur orlofsuppbót til með að hækka lítillega á milli ára.

Samningurinn er til fjögurra ára. Hækkun kauptaxta verður 90 þúsund krónur í lok samningstímans. Hagvaxtarauki á að tryggja launafólki hlutdeild í ávinningi sem myndast þegar landsframleiðsla á mann eykst umfram tiltekin mörk. Samningurinn á að tryggja að launafólk sem taki laun samkvæmt umsömdum launatöxtum fylgi almennri launaþróun verði umtalsvert launaskrið á almennum vinnumarkaði.
