Mikið svigrúm til að lækka vexti að mati Seðlabankans Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:28 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum. Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum.
Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent