Að „berjast“ við aldurinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á!
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun