Misþroski Þorvaldur Gylfason skrifar 4. apríl 2019 07:00 Stanley, Falklandseyjum – Suður-Ameríku hefur að mörgu leyti vegnað mun síður en Norður-Ameríku í tímans rás. Margir áttu von á því um 1930 að Argentína sem var þá eitt ríkasta land heims yrði að stórveldi. Svo fór þó ekki nema í fótbolta og tangó. Hvers vegna?Einræði og verðbólga haldast í hendur Ein áleitin skýring er að Suður-Ameríka byggðist aðallega frá Suður-Evrópu og Norður-Ameríka frá Norður-Evrópu. Þar eð Norður-Evrópu hefur á heildina litið vegnað betur en Suður-Evrópu var þess að vænta að svipuð þróun ætti sér stað í Ameríku sem og varð. Munurinn er m.a. sá að í Suður-Evrópu voru einræðisstjórnir sums staðar við völd fram til 1974-1976 (Grikkland, Portúgal, Spánn) og agaleysi einkenndi efnahagsmál. Vandræði ESB síðustu ár hafa því einkum stafað af Suður-Evrópulöndum. Þau voru tekin inn í ESB sumpart til að jafna þennan mun og treysta lýðræðið. Það tókst að hluta. Mikil verðbólga hefur fylgt Suður-Ameríkulöndum eins og skuggi en ekki Norður-Ameríku. Löndin sex í sunnanverðri Suður-Ameríku (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Perú, Síle, Úrúgvæ) hafa öll verið óskoruð lýðræðisríki frá aldamótunum 2000, en 40 árin þar á undan, 1960-2000, bjuggu þau öll við einræði annað veifið, yfirleitt herræði, stundum langtímum saman. Herinn var ónýtur hagstjórnandi. Verðbólgan 1961-2017 var að meðaltali 12% á ári í Paragvæ, 40% í Úrúgvæ, 48% í Síle, 171% í Argentínu, 195% í Perú og 220% í Brasilíu. Hún mælist nú alls staðar í lágum einsstafstölum nema í Argentínu þar sem hún er nú um 25%. Lýðræði og lítil verðbólga haldast í hendur.Viðskipti efla frið Upphaflegt höfuðmarkmið ESB var að nota frjáls viðskipti til að treysta friðinn milli Frakklands og Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari. Það hefur tekizt vel. Suður-Ameríka hefur ekki fylgt þessu fordæmi. Þar geisaði Kyrrahafsstríðið sem svo er nefnt 1879-1884 og færði Síle stór landsvæði sem áður tilheyrðu Perú og Bólivíu og sviptu Bólivíu aðgangi að sjó. Enn hefur ekki gróið um heilt milli landanna þar eð þeim hefur láðst að fara að dæmi ESB-landanna. Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ stofnuðu með sér tollabandalag (Mercosur) 1991 til að örva viðskipti landanna en Bólivía, Perú og Síle gerðust aðeins aukaaðilar að bandalaginu. Síle gerði fríverzlunarsamning við Bandaríkin 2003. Þegar öllu er á botninn hvolft eru viðskipti meðal Suður-Ameríkulanda innbyrðis og út á við miklu minni en þau gætu verið og velferð almennings er rýrari eftir því. Sama á við um Afríku, en þar eru þó uppi áætlanir um að Afríkusambandið tryggi smám saman fríverzlun innan álfunnar og sameinist um eina mynt sem á að heita afró eins og klippingin. Lítil viðskipti auka hættuna á ófriði. Litlu munaði fyrir nokkrum árum að Argentína og Síle gripu til vopna í landamæradeilu í Patagóníu syðst í álfunni.Falklandseyjastríðið Herforingjastjórnin í Argentínu 1976-1983 er sígilt dæmi um freistingu einræðisstjórna til að grípa til vopna. Herforingjarnir höfðu mulið undir landeigendur og keyrt efnahagslífið í kaf, þeir kunnu ekki annað. Til að dreifa athyglinni frá óstjórninni og örva þjóðernissinna réðust þeir með hervaldi á Falklandseyjar úti fyrir ströndum Argentínu. Þetta var 1982. Á eyjunum bjuggu þá 1.800 manns og 400.000 rollur. Eyjarnar höfðu tilheyrt Bretlandi frá 1833 en Argentína hafði gert tilkall til þeirra og gerir enn. Brezka stjórnin brást við innrásinni með því að senda herskip á vettvang og sigraði her Argentínu með miklu mannfalli (um 900 manns). Herforingjarnir hrökkluðust frá völdum og fóru sumir í fangelsi. Síðan hefur íbúum eyjanna fjölgað verulega og eru þeir nú 3.200. Landið býr við heimastjórn en Englandsdrottning skipar landsstjórann. Landið býr við eigin stjórnarskrá frá 2009 þar sem ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru tekin upp orðrétt m.a. til að tryggja yfirráð íbúanna yfir auðlindum sínum. Bretar sjá um landvarnir. Falklandseyjum vegnar vel. Kaupmáttur tekna á mann er talinn vera um fimm sinnum meiri en í Argentínu. Fiskveiðar eru hryggjarstykkið í efnahagslífi eyjanna og nema röskum helmingi landsframleiðslunnar. Stjórnvöld selja erlendum og innlendum útgerðum veiðirétt við eyjarnar og afla þannig fjár til að halda úti góðri almannaþjónustu með lítilli skattheimtu. Slíkri skipan hafa veiðigjaldsmenn á Íslandi mælt með í bráðum 50 ár. Ferðaútvegur er næststærsta atvinnugreinin. Um 60.000 ferðamenn heimsækja eyjarnar sjóleiðis á hverju ári auk þeirra 1.600 sem koma fljúgandi. Landbúnaður skiptir íbúana einnig máli með allar þessar rollur en þeim finnst fjölbreytnin ekki nóg. Þeir eru að leita að olíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stanley, Falklandseyjum – Suður-Ameríku hefur að mörgu leyti vegnað mun síður en Norður-Ameríku í tímans rás. Margir áttu von á því um 1930 að Argentína sem var þá eitt ríkasta land heims yrði að stórveldi. Svo fór þó ekki nema í fótbolta og tangó. Hvers vegna?Einræði og verðbólga haldast í hendur Ein áleitin skýring er að Suður-Ameríka byggðist aðallega frá Suður-Evrópu og Norður-Ameríka frá Norður-Evrópu. Þar eð Norður-Evrópu hefur á heildina litið vegnað betur en Suður-Evrópu var þess að vænta að svipuð þróun ætti sér stað í Ameríku sem og varð. Munurinn er m.a. sá að í Suður-Evrópu voru einræðisstjórnir sums staðar við völd fram til 1974-1976 (Grikkland, Portúgal, Spánn) og agaleysi einkenndi efnahagsmál. Vandræði ESB síðustu ár hafa því einkum stafað af Suður-Evrópulöndum. Þau voru tekin inn í ESB sumpart til að jafna þennan mun og treysta lýðræðið. Það tókst að hluta. Mikil verðbólga hefur fylgt Suður-Ameríkulöndum eins og skuggi en ekki Norður-Ameríku. Löndin sex í sunnanverðri Suður-Ameríku (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Perú, Síle, Úrúgvæ) hafa öll verið óskoruð lýðræðisríki frá aldamótunum 2000, en 40 árin þar á undan, 1960-2000, bjuggu þau öll við einræði annað veifið, yfirleitt herræði, stundum langtímum saman. Herinn var ónýtur hagstjórnandi. Verðbólgan 1961-2017 var að meðaltali 12% á ári í Paragvæ, 40% í Úrúgvæ, 48% í Síle, 171% í Argentínu, 195% í Perú og 220% í Brasilíu. Hún mælist nú alls staðar í lágum einsstafstölum nema í Argentínu þar sem hún er nú um 25%. Lýðræði og lítil verðbólga haldast í hendur.Viðskipti efla frið Upphaflegt höfuðmarkmið ESB var að nota frjáls viðskipti til að treysta friðinn milli Frakklands og Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari. Það hefur tekizt vel. Suður-Ameríka hefur ekki fylgt þessu fordæmi. Þar geisaði Kyrrahafsstríðið sem svo er nefnt 1879-1884 og færði Síle stór landsvæði sem áður tilheyrðu Perú og Bólivíu og sviptu Bólivíu aðgangi að sjó. Enn hefur ekki gróið um heilt milli landanna þar eð þeim hefur láðst að fara að dæmi ESB-landanna. Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ stofnuðu með sér tollabandalag (Mercosur) 1991 til að örva viðskipti landanna en Bólivía, Perú og Síle gerðust aðeins aukaaðilar að bandalaginu. Síle gerði fríverzlunarsamning við Bandaríkin 2003. Þegar öllu er á botninn hvolft eru viðskipti meðal Suður-Ameríkulanda innbyrðis og út á við miklu minni en þau gætu verið og velferð almennings er rýrari eftir því. Sama á við um Afríku, en þar eru þó uppi áætlanir um að Afríkusambandið tryggi smám saman fríverzlun innan álfunnar og sameinist um eina mynt sem á að heita afró eins og klippingin. Lítil viðskipti auka hættuna á ófriði. Litlu munaði fyrir nokkrum árum að Argentína og Síle gripu til vopna í landamæradeilu í Patagóníu syðst í álfunni.Falklandseyjastríðið Herforingjastjórnin í Argentínu 1976-1983 er sígilt dæmi um freistingu einræðisstjórna til að grípa til vopna. Herforingjarnir höfðu mulið undir landeigendur og keyrt efnahagslífið í kaf, þeir kunnu ekki annað. Til að dreifa athyglinni frá óstjórninni og örva þjóðernissinna réðust þeir með hervaldi á Falklandseyjar úti fyrir ströndum Argentínu. Þetta var 1982. Á eyjunum bjuggu þá 1.800 manns og 400.000 rollur. Eyjarnar höfðu tilheyrt Bretlandi frá 1833 en Argentína hafði gert tilkall til þeirra og gerir enn. Brezka stjórnin brást við innrásinni með því að senda herskip á vettvang og sigraði her Argentínu með miklu mannfalli (um 900 manns). Herforingjarnir hrökkluðust frá völdum og fóru sumir í fangelsi. Síðan hefur íbúum eyjanna fjölgað verulega og eru þeir nú 3.200. Landið býr við heimastjórn en Englandsdrottning skipar landsstjórann. Landið býr við eigin stjórnarskrá frá 2009 þar sem ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru tekin upp orðrétt m.a. til að tryggja yfirráð íbúanna yfir auðlindum sínum. Bretar sjá um landvarnir. Falklandseyjum vegnar vel. Kaupmáttur tekna á mann er talinn vera um fimm sinnum meiri en í Argentínu. Fiskveiðar eru hryggjarstykkið í efnahagslífi eyjanna og nema röskum helmingi landsframleiðslunnar. Stjórnvöld selja erlendum og innlendum útgerðum veiðirétt við eyjarnar og afla þannig fjár til að halda úti góðri almannaþjónustu með lítilli skattheimtu. Slíkri skipan hafa veiðigjaldsmenn á Íslandi mælt með í bráðum 50 ár. Ferðaútvegur er næststærsta atvinnugreinin. Um 60.000 ferðamenn heimsækja eyjarnar sjóleiðis á hverju ári auk þeirra 1.600 sem koma fljúgandi. Landbúnaður skiptir íbúana einnig máli með allar þessar rollur en þeim finnst fjölbreytnin ekki nóg. Þeir eru að leita að olíu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun