Innlent

Allt klárt fyrir undirritun

Atli Ísleifsson skrifar
Stíft hefur verið fundað í Karphúsinu í Borgartúni síðustu daga og vikur.
Stíft hefur verið fundað í Karphúsinu í Borgartúni síðustu daga og vikur. vísir/vilhelm
Skrifað verður undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrir klukkan 22.

Þetta segir Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er í Karphúsinu. Upphaflega stóð til að undirrita samninga klukkan 15 í dag en það dróst fram á kvöld.

Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana.

Eftir að samningar hafa verið undirritaðir hyggjast stjórnvöld kynna svokallaðan lífskjarasamning sem til stóð að yrði kynntur í gærkvöldi, en ekki varð af.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×