Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin. Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin.
Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33