Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:00 Roger Fisk var einn af lykilmönnunum á bak við kosningaherferð Baracks Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram til forseta. Skjáskot Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15
Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58