Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01