Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:19 Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira