Actavis segir upp 33 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:46 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði. Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna. Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna.
Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55
Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13