Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 21:12 Elizabeth Warren, öldungadeildarþingkona sem boðið hefur sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. AP/Rick Bowmer Elizabeth Warren, öldungadeildarþingkona sem boðið hefur sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári, segir að fulltrúadeild þingsins ætti að hefja ferlið til að mögulega kæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Hún segir ákvörðun sína byggja á skýrslu Robert Mueller. Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. Í röð tísta sem Warren birti í kvöld segir hún skýrsluna sýna fram á að óvinveitt ríki hefði beitt sér í forsetakosningunum 2016 með því markmiði að hjálpa Trump og hann hafi tekið því fagnandi. Hún sýni einnig fram á að eftir að hann var kosinn, beitti Trump sér gegn rannsókninni á árás hins óvinveitta ríkis, Rússlands. Hún segir Mueller hafa sagt að málið væri nú í höndum þingsins. Enn fremur segir Warren að það að hunsa ítrekaðar tilraunir forseta til að hindra framgang rannsóknar sem snúi að honum sjálfum muni valda Bandaríkjunum langvarandi skaða. Það myndi sýna fram á að núverandi forseti og komandi forsetar geti misnotað vald þeirra óáreittir. Þá segir hún það þingmenn beggja flokka eiga að líta fram hjá pólitík og sinna stjórnarskrárbundinni skyldu þeirra.Mueller put the next step in the hands of Congress: “Congress has authority to prohibit a President’s corrupt use of his authority in order to protect the integrity of the administration of justice.” The correct process for exercising that authority is impeachment. — Elizabeth Warren (@ewarren) April 19, 2019The severity of this misconduct demands that elected officials in both parties set aside political considerations and do their constitutional duty. That means the House should initiate impeachment proceedings against the President of the United States. — Elizabeth Warren (@ewarren) April 19, 2019NBC News hefur eftir talsmanni Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingkona sem boðið hefur sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári, segir að fulltrúadeild þingsins ætti að hefja ferlið til að mögulega kæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Hún segir ákvörðun sína byggja á skýrslu Robert Mueller. Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. Í röð tísta sem Warren birti í kvöld segir hún skýrsluna sýna fram á að óvinveitt ríki hefði beitt sér í forsetakosningunum 2016 með því markmiði að hjálpa Trump og hann hafi tekið því fagnandi. Hún sýni einnig fram á að eftir að hann var kosinn, beitti Trump sér gegn rannsókninni á árás hins óvinveitta ríkis, Rússlands. Hún segir Mueller hafa sagt að málið væri nú í höndum þingsins. Enn fremur segir Warren að það að hunsa ítrekaðar tilraunir forseta til að hindra framgang rannsóknar sem snúi að honum sjálfum muni valda Bandaríkjunum langvarandi skaða. Það myndi sýna fram á að núverandi forseti og komandi forsetar geti misnotað vald þeirra óáreittir. Þá segir hún það þingmenn beggja flokka eiga að líta fram hjá pólitík og sinna stjórnarskrárbundinni skyldu þeirra.Mueller put the next step in the hands of Congress: “Congress has authority to prohibit a President’s corrupt use of his authority in order to protect the integrity of the administration of justice.” The correct process for exercising that authority is impeachment. — Elizabeth Warren (@ewarren) April 19, 2019The severity of this misconduct demands that elected officials in both parties set aside political considerations and do their constitutional duty. That means the House should initiate impeachment proceedings against the President of the United States. — Elizabeth Warren (@ewarren) April 19, 2019NBC News hefur eftir talsmanni Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45