Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 17:43 Rannsókn Roberts Muellers stóð yfir í 22 mánuði. Vísir/EPA Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36