Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 12:45 Aðalsöguhetjur atburðanna í dag. Frá vinstri: William Barr, dómsmálaráðherra, Donald Trump, forseti og Robert Mueller, rannsakandi. Vísir/Getty Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30
Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05