

Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum
Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orkupakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem einangraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning.
Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú.
Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES-samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Þá verður með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkjunum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður.
Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauðlindum séu óþarfar.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar