Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 21:23 Barr ætlar að ræða efni Mueller-skýrslunnar í fyrramálið, áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér hana. Vísir/EPA Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15