Dóttir Trump hafnaði stöðu forseta Alþjóðabankans Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2019 21:14 Ivanka Trump gegnir stöðu ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Getty Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32