Forstjórar Minja- og Mannvirkjastofnunnar munu funda um brunavarnir Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:03 Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“ Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“
Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira