Forstjórar Minja- og Mannvirkjastofnunnar munu funda um brunavarnir Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:03 Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“ Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“
Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira