Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 15:30 Hluti þeirra véla sem bíða á jörðu niðri. AP/Elaine Thompson Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. Þar á meðal eru þrjár af þeim MAX-vélum sem Icelandair áætlaði að taka í notkun fyrir sumarið. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Woodys Aeroimages birtir á Twitter í gær má meðal annars sjá þessar þrjár flugvélar Icelandair safna ryki þar sem þeim hefur verið komið fyrir á flughlaði í grennd við Boeing Field, þar sem þær eru framleiddar.„Fjöldi MAX-véla á óvenjulegu stæði við Boeing Field í Seattle,“ er skrifað við myndbandið sem sjá má hér að neðan en fleiri myndir af vélunum,þar á meðal MAX-vélum Icelandair má sjá hér.A mass of MAXs in an unconventional parking lot across the street from Boeing Field in Seattle. pic.twitter.com/D42j1nkbKi — Howard Slutsken (@HowardSlutsken) April 15, 2019 Ljóst er að flugbann MAX-vélanna í kjölfar tveggja mannskæra flugslysa hefur haft töluverð áhrif á Icelandair sem kyrrsetti þær þrjár MAX-vélar sem félagið hafði yfir að ráða. Þá verður töf á afhendingu sex MAX-véla sem von var á.Brást flugfélagið með því aðleigja þrjár Boeing 767 breiðþoturauk þess sem flugáætlun félagsins fyrir sumarið var endurskoðuð.Í frétt Business Insidersegir að Boeing hafi þurft að geyma MAX-vélarnar sem framleiddar eru á meðan flugbannið er í gildi á hinum ýmsu stöðum í grennd við verksmiðjuna, og hrannast þær nú upp. Alls eru framleiddar 42 slíkar vélar á mánuði, þrátt fyrir að hægt hafi verið á framleiðslu vegna flugbannsins.Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja það að flugbanninu verði aflétt en þangað til hrannast vélarnar upp, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.They are quickly running out of room to store #737MAX's at Boeing Field as well. They will need to start sending them to either MWH or VCV for storage eventually. pic.twitter.com/ZYoRjlOi9H — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019A pair of @CopaAirlines#737MAX9's in Storage at Boeing Field 7448 HP-9907CMP 737-9 Copa Airlines 7473 HP-9908CMP 737-9 Copa Airlines pic.twitter.com/FvgLq3NoD7 — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019They are quickly running out of room to store #737MAX's at @PaineFieldpic.twitter.com/DWfu9IIwj5 — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019 Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. Þar á meðal eru þrjár af þeim MAX-vélum sem Icelandair áætlaði að taka í notkun fyrir sumarið. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Woodys Aeroimages birtir á Twitter í gær má meðal annars sjá þessar þrjár flugvélar Icelandair safna ryki þar sem þeim hefur verið komið fyrir á flughlaði í grennd við Boeing Field, þar sem þær eru framleiddar.„Fjöldi MAX-véla á óvenjulegu stæði við Boeing Field í Seattle,“ er skrifað við myndbandið sem sjá má hér að neðan en fleiri myndir af vélunum,þar á meðal MAX-vélum Icelandair má sjá hér.A mass of MAXs in an unconventional parking lot across the street from Boeing Field in Seattle. pic.twitter.com/D42j1nkbKi — Howard Slutsken (@HowardSlutsken) April 15, 2019 Ljóst er að flugbann MAX-vélanna í kjölfar tveggja mannskæra flugslysa hefur haft töluverð áhrif á Icelandair sem kyrrsetti þær þrjár MAX-vélar sem félagið hafði yfir að ráða. Þá verður töf á afhendingu sex MAX-véla sem von var á.Brást flugfélagið með því aðleigja þrjár Boeing 767 breiðþoturauk þess sem flugáætlun félagsins fyrir sumarið var endurskoðuð.Í frétt Business Insidersegir að Boeing hafi þurft að geyma MAX-vélarnar sem framleiddar eru á meðan flugbannið er í gildi á hinum ýmsu stöðum í grennd við verksmiðjuna, og hrannast þær nú upp. Alls eru framleiddar 42 slíkar vélar á mánuði, þrátt fyrir að hægt hafi verið á framleiðslu vegna flugbannsins.Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja það að flugbanninu verði aflétt en þangað til hrannast vélarnar upp, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.They are quickly running out of room to store #737MAX's at Boeing Field as well. They will need to start sending them to either MWH or VCV for storage eventually. pic.twitter.com/ZYoRjlOi9H — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019A pair of @CopaAirlines#737MAX9's in Storage at Boeing Field 7448 HP-9907CMP 737-9 Copa Airlines 7473 HP-9908CMP 737-9 Copa Airlines pic.twitter.com/FvgLq3NoD7 — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019They are quickly running out of room to store #737MAX's at @PaineFieldpic.twitter.com/DWfu9IIwj5 — Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira